Eðli samfélags

Allir efnisflokkar / Samfélag

Samfélag er almenn eining.

Það snýst um fjölþættasta svið margs konar fólks og þátta sem koma saman, samhæfð af sameiginlegum markmiðum, öllum til hagsbóta.

Það er afar brothætt fyrirbæri.

Raunar ert þú á hverri stundu annaðhvort að stuðla að almennri einingu eða að einangra þig og aðra. Það er áhrifavaldið sem þú hefur sem ein mannvera á meðal margra.

Samfélag þitt gæti orðið dásamlegur staður ef þú virkjar dýpsta áhugavaka hvers einstaklings og beinir áhuganum í átt til að veita frelsi, efla þroska og taka ábyrgð.

Vanrækir þú einhvern þessara þátta, í stað þess að mynda samfélag sem stuðlar að einingu, þá stuðlar þú að myndun einangrandi sértrúarhóps. Og það er slæmt … virkilega slæmt.

En það þarf ekki að vera þannig...

Á aðeins fáeinum mínútum getur Samfélagskönnunin hjálpað þér til að uppgötva þá samfélagslegu þætti sem hvetja þig í kjarna veru þinnar. Hún mun svo sýna þér hvernig virkja má þennan hvata í samhljómi við aðra þannig að saman getið þið umfaðmað en ekki einangrað fólk sem þið annist um.

Hve vel gengur þá samspil þitt við aðra?

Samfélagskönnunin felur í sér að svara spurningum um hvað hvetur þig innst inni til að gera það sem þú gerir.

Hún greinir hvert er áhrifamesta hugsanlega framlag þitt til að byggja upp samfélag og hverja þú átt á hættu á að útiloka.

Tilbúinn að byrja?

Taka Samfélagskönnunina

Eða að kanna hin uppbyggingarefnin.