Eðli valdeflingar

Allir efnisflokkar / Valdefling

Þú hefur vald yfir öðrum.

Það er ómögulegt fyrir þig að hætta að hafa áhrif á fólkið og annað í kringum þig.

Eina valið sem áhrifavald þitt býður er hvort þú notar það vald til góðs eða ills. Á hverri stundu ert þú raunar annað hvort að efla þau sem eru í kringum þig eða að kúga þau, jafnvel þótt það sé aðeins í smáum stíl. Það er óumflýjanlegt tækifæri og áskorun sem fylgir því að vera mannleg vera.

Valdefling þeirra, sem þú annast um, verður fyrir tilstilli útskýringa, áhuga eða frelsunar − hvers af þessu sem þau þarfnast mest á þessari stundu.

Ef þú gætir þess ekki vel að beina orku þinni að þessum þáttum í lífi þeirra, þá mun orka þín kúga þetta fólk með einum eða öðrum hætti.

En það þarf ekki að vera þannig...

Valdeflingarkönnunin mun staðfesta hvernig þú nú þegar strykir aðra. Og hún sýnir þér líka það eina sem þú þarft að gera til að lyfta upp þeim sem eru í þinni umsjá og gefa þeim kraft til að sigrast á áskorunum sem mæta þeim og að blómstra.

Hvert beinist þá kraftur þinn?

Hvernig starfar hann?

Valdeflingarkönnunin felur í sér að biðja hóp fólks að koma nafnlausri endurgjöf á framfæri á Netinu um áhrif þín í lífi þess. Það þurfa ekki að vera fleiri en tvær manneskjur sem þú hefur einfaldlega reynt að hjálpa á einhvern hátt í lífi sínu eða upp í að vera stærri hópur sem þú berð ábyrgð á.

Hver og einn fær sendan sérsakan hlekk með leiðbeiningum um hvernig eigi að ljúka við könnunina og upplýsingum um þann trúnað sem persónuleg svör þeirra njóta. Svör þessa fólks staðfesta á hvern hátt máttur þinn hefur veitt því kraft. Þau munu einnig vera þér áskorun um einföldu atriðin sem þú gætir gert reglulega til að styrkja líf þeirra og þar með þitt eigið.

Tilbúinn að byrja?

Taka Veldeflingarkönnunina

Eða að kanna hin uppbyggingarefnin.