Eðli virkjunar gjafa

Allir efnisflokkar / Að virkja gjafirnar

Þú hefur gjafir.

Hvort sem þú þekkir þær eða ekki þá er a.m.k. eitt sem er lífseflandi sem þú getur gert betur en flest fólk á jörðinni.

Fólkið í kringum þig þarfnast þess að þú gerir það sem þér er best gefið. Og þú þarfnast þess að það geri það sem það getur gert best. Til að áorka því mesta sem þið öll vonist eftir þurfið þið að átta ykkur á þeim einstöku áhrifum sem framlög ykkar hafa hvert á annað.

Á hverri stundu ert þú raunverulega annaðhvort að virkja gjafir þínar og annarra eða að loka á þær. Svo mjög erum við mannfólkið tengd.

Til þess að sjá mikla hluti gerast þarftu að virkja fólkið í kringum þig með gjafir til að þróa, deila eða endurnýja..

Ef þú metur framlög einhvers af þessu fólki lítils, þá muntu ræna viðkomandi tilgangi og hefta samfélag þitt í heild sinni.

En það þarf ekki að vera þannig...

Gjafakönnunin hjálpar þér að koma auga á hvað þú og aðrir geta gert best svo að þið getið í sameiningu breytt heiminum.

Hvað gæti þá verið stærsta framlag þitt?

Hvernig starfar hann?

Gjafakönnunin felur í sér að svara ýmsum spurningum um það sem þú getur nú þegar gert og jafnframt spurningum um hæfileika sem kunna aðeins að bíða þess, innra með þér, að birtast. Hún felur einnig í sér að minnsta kosti tvo aðra einstaklinga, sem þekkja þig vel. Þeir svara nokkrum spurningum nafnlaust á Netinu út frá því hvernig þeir hafa tekið eftir hæfileikum þínum.

Þau sem leggja til utanaðkomandi sjónarhorn fá leiðbeiningar um hvernig eigi að ljúka könnunni og upplýsingar um þann trúnað sem persónuleg svör þeirra njóta. Þegar allar athuganirnar eru teknar saman uppgötvarðu sterkustu gjafasvið þín og hvernig þessar gjafir móta hvað þú kannt að vera kallaður/kölluð til að gera í heiminum.

Tilbúinn að byrja?

Taka Gjafakönnunina

Eða að kanna hin uppbyggingarefnin.