Eðli árangurs

Allir efnisflokkar / Árangur

Árangur heyr stríð gegn sóun.

Sérhver mannvera og flestir hlutir í kringum þig gætu öðlast meiri tilgang.

Að finna þetta æðra stig tilgangs í öllum og öllu er eina leiðin til að njóta ávaxtaríkasta lífsins sem mögulegt er. Og við mennirnir getum raungert þennan tilgang eða klúðrað honum meira en nokkur önnur vera.

Á hverri stundu ert þú að nota þau úrræði sem þú hefur, annaðhvort til að gera heiminn betri eða misnota þau og gera hann verri. Þannig er það einaldlega í alheimi sem styður lífið.

Til þess að lífið í kringum þig fái blómstrað verður þú að nota vel allan tíma, auð og hæfileika sem þú hefur.

Ef þú notar þetta ekki á uppbyggilegan hátt þá þróast þetta í átt til einhvers konar eyðileggingar.

En það þarf ekki að vera þannig...

Árangurskönnunin getur á fáeinum mínútum staðfest á hvern hátt þú ert þegar að bæta heiminn. Hún gerir þér líka betur ljóst hvaða ákjósanlegu skref þú þarft að taka til að ná enn betri árangri.

Hve vel ertu þá að nota allt sem þú hefur?

Hvernig starfar hann?

Í Árangurskönnuninni felst að svara ýmsum spurningum um hvernig þú nálgast markmið, tímasetningar og ábyrgð í daglegu lífi.

Hún sýnir þér á hvaða hátt þú nýtir þegar vel tíma, auð og hæfileika og hvernig þú gætir náð meiri árangri.

Tilbúinn að byrja?

Taka Árangurskönnunina

Eða að kanna hin uppbyggingarefnin.